Hringrás hugbúnaðarþróunar

Inngangur

Við erum fagmenn í hugbúnaðarþróun (C#, Blazor, Typescript, React.js) en að sjálfsögðu vitum við ekki allt.

Allra fyrst þurfum við að fá að vita umfang verkefnis þíns.

Sem teymi hugbúnaðarsérfræðinga, þekkjum við styrkleika hvers og eins rækilega. Og vitum hver ræður best við hvern verkhluta fyrir sig.

Þetta viðhorf gerir okkur kleyft að tryggja gæði og uppfylla væntingar þínar.

Tillaga

Okkar fyrsti fundur gengur út á að afla ýmissa upplýsinga frá þér. Allt sem nauðsynlegt er að vita svo við getum hafist handa við að utbúa:

  1. Grófa verkáætlun með skrefum
  2. Tímaáætlun fyrir hvert skref
  3. Kostnaðaráætlun
  4. Rekstrargjöld eftir gangsetningu

Uppgötvun

Á framhaldsfundum, munum við nota ýmis tæki og tól til að skipuleggja og byggja þekkingargrunn fyrir okkur til að halda utan um alla nauðsynlega þætti sem koma að þróun verkefnissins.

Þetta verður grunnstoðin og leiðarvísirinn sem við munum smíða út frá, sem dæmi:

  1. Teymis reglur - hver sér um hvað
  2. Viðskiptamarkmið
  3. Notendakröfur
  4. Markhópar
  5. Notendasögur

Þróun

Loks förum við í það sem við gerum best, með árangursríkum & endurframkvæmanlegum aðferðum fylgjum við eins nákvæmlega og hægt er, öllu því sem mestu máli skiptir fyrir loka vöruna.

Þú getur gert ráð fyrir að með framgangi verkefnis munum við vilja skiptast á skoðunum varðandi ýmsa þætti, því það er eina leiðin til að uppfylla væntingar þínar.

An unhandled error has occurred. Reload 🗙